Í síðustu MeToo-bylgju hafa þjóðþekktir menn verið sakaðir um brot eða ofbeldi gegn konum. Konur hafa stigið fram og sagt frá sinni reynslu og sumar kært mennina fyrir meint brot. Mennirnir sem hafa verið sakaðir um brot eru orðnir margir. Sumir þeirra hafa enn ekki tjáð sig um meint brot.
Talskona Stígamóta segir það jákvæða breytingu að gerandi stígi fram til að axla ábyrgð á sínum gjörðum eins og tónlistar-maðurinn Auður gerði í viðtali fréttastofu í vikunni. Það sé þó of snemmt að ræða hvort gerendur eigi afturkvæmt í samfélagið.
„Það er ákveðin breyting að einhver stígi fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð, þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast þeir við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- ogGuðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu.