Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hinn alræmdi Sveddi tönn: „Ég er nefnilega miklu meiri dópisti en dópsali“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Þór Gunnarsson eða Sveddi tönn var handtekinn í gær í Brasilíu. Greint var frá umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í Brasilískum fjölmiðlum.  Sverrir á að baki langan sakaferil, allt frá árinu 1988 en þá var hann aðeins sextán ára gamall.

Stóra fíkniefnamálið

Brot Sverris voru fyrst um sinn minniháttar fíkniefna- og umferðalagabrot. Árið 2000 var hann dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína í Stóra fíkniefnamálinu en það er eitt þekktasta glæpamál Íslands. 19 manns voru ákærðir og 13 sakfelldir, Sverrir fékk næstþyngsta dóminn.

„Nítján manns hafa verið ákærðir í þessum hluta málsins og hafa níu þeirra setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í september. Þrettán aðrir verða ákærðir á næstu dögum í sambandi við þetta mál. Flestir hinna 19 hafa viðurkennt aðild að málinu, en hafa í dómsal borið vitni um mun minna magn innfluttra eiturlyfja og færri ferðir en áður kom fram við lögregluyfirheyrslur. Hinir ákærðu eru sakaðir um að hafa nýtt sé aðstöðu Samskipa og flutt inn mikið magn eiturlyfja frá Hollandi, Danmörku og Bandaríkjunum á árunum 1997 til 1999.“(DV, 8.júní, 2000)

Árið 2001 var tannlæknir dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvott sem sagðir voru tengjast Sverri. Var þetta í fyrsta skiptið sem dómur féll í tengslum við peningaþvott hér á landi.

Vændishús í Ármúla

- Auglýsing -

Árið 2006 gerði lögregla húsleit í Ármúla en þar fannst mikið magn fíkniefna, víagra töflur og léttklæddar brasilískar konur. Húsnæðið var í eigu Sverris en aldrei var ákært í málinu.

„Starfsmenn fíkniefnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík, með aðstoð víkingasveitarinnar, gerðu á dögunum húsleit á efri hæð húss í Ármúla. Þar er til húsa félagið Neðrihlíð en stjórnandi þess er Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. Við húsleitina fundust fíkniefni og brasilískar stúlkur sem virtust hafa þann eina tilgang að selja karlmönnum líkama sinn. Enginn var settur í gæsluvarðhald en DV hefur heimildir fyrir því að fíkniefnadeildin hafi vaktað húsið um alllangt skeið. (DV, 7.apríl, 2006)

22 ár í fangelsi í Brasilíu

- Auglýsing -

Ástandið á Sverri var ekki skárra árið 2012 þegar hann fékk 22 ára dóm í Brasilíu fyrir innflutning á rúmlega 50 þúsund e-töflum. Þangað hafði hann flúið frá Spáni en þar var hann dæmdur til 9 ára fangelsisvistar fyrir svipað brot. Viktoría Hermannsdóttir tók við Sverri langt viðtal úr fangelsinu sem birt var í DV þann 26.nóvember árið 2012. „Hann furðar sig á dómnum sem hann segir vera hneyksli. „Ég skal lofa ykkur því að ég verð kominn út innan árs, sýk aður. Ég fæ þessa meðferð því ég hef jú gert ýmislegt af mér. En ég neyði engan í eitt né neitt. Ég er dópisti, fíkniefnaneytandi. Ég neyti fíkniefna á hverjum einasta degi. Ég er nefnilega miklu meiri dópisti en dópsali. Mér finnst voða gott að fá mér kók í nefið, ég er alveg sjúkur í þetta. En ég er ekki að hagnast á eiturlyfjum.“

Sagan heldur áfram

Sverrir er nú orðinn fimmtugur og eftir 34 ára sakaferil seiglast hann áfram. Þann 12 apríl síðastliðinn var hann handtekinn á ný í tilraunum brasilísku lögreglunnar til þess að uppræta glæpasamtök sem sérhæfa sig í peningaþvætti og fíkniefnasölu. Um 250 lögreglumenn komu að aðgerðunum, gerðar voru 49 húsleitir og verðmæti þeirra eigna sem lögregla lagði hald á er metið á um fjóra milljarða króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -