Hljómsveitin Hjálmar og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gáfu nú í morgun út nýtt lag í samstarfi.
Lagið er samið við ljóð Kára, Kona í appelsínugulum kjól. Í myndbandinu við lagið sem er hér að neðan og sem birtist á Youtube í morgun má sjá vísindamanninn einlægan stara í myndavélina.
„Við höfum í gegnum tíðina farið í samstarf með hinum ýmsu listamönnum, eins og t.d. Prins Póló, Mugison, Jimi Tenor og Erlend Oye. Að þessu sinni er það vísindamaðurinn og ljóðskáldið Kári Stefánsson. Þorsteinn Einarsson samdi lag við ljóð Kára, Kona í appelsínugulum kjól,“ segir hljómsveitin í samtali við Fréttablaðið.