Sunnudagur 2. mars, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hjálmar lagður inn á spítala eftir hjartaáfall: „Ekta ég að deyja þegar enski boltinn er að byrja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn og grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson greindi frá því í færslu á Facebook að hann hefði fengið hjartaáfall heima hjá sér í gær. Birti hann mynd af sjálfum sér í sjúkrarúmi með færslunni.

„Skjótt skipast veður í lofti!

Klukkan 14:40 á laugardaginn fékk ég hjartaáfall heima hjá mér!

Skömmu síðar var ég kominn uppá spítala og í góðar hendur en ég leit einmitt þá á klukkuna og var hún 15:00 og þá hugsaði ég, ekta ég að deyja þegar enski boltinn er að byrja.

Ég var svo sendur í þræðingu og kl. 18:50 var búið að fóðra æðarnar! Magnað heilbrigiðskerfi og starfsfólk sem gerði þetta allt á stuttum tíma!

Ég er allur að koma til og þakka öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins á Íslandi fyrir gríðarlega fagmennsku og kærleik!“ skrifaði Hjálmar um upplifun sína.

- Auglýsing -

Hjálmar Örn hefur undanfarin áratug verið einn vinsælasti grínisti landsins eftir að hann leyfði fólki að fylgjast með sér á samfélagsmiðlinum Snapchat en hann starfaði á leikskólanum Múlaborg þegar hann hóf þá vegferð. Síðan þá hefur hann einnig hafið leiklistarferil en hann lék í myndinni Fullir Vasar árið 2018 og svo í þáttunum Útilega sem komu út í fyrra.

May be an image of 1 person, smiling, hospital and text

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -