Laugardagur 4. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Hjálpa þurfti úrvinda börnum á gossvæðinu í nótt: „Helst erlendir ferðamenn sem þurfa aðstoðar við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum vill leggja áherslu á að lítil börn eigi ekki erindi á gossvæðið

Í tilkynningu lögreglunar segir að það hafi þurft að aðstoða þrjá ferðamenn sem treystu sér ekki til baka. „Rétt fyrir klukkan eitt í nótt þurfti að aðstoða erlenda fjölskyldu með tvö lítil börn sem voru úrvinda af þreytu og koma þeim niður á bílastæði. Það eru helst erlendir ferðamenn sem þurfa aðstoðar við,“ segir einnig í tilkynningunni og lögreglan minna fólk að taka ekki börn með sér að gossvæðinu.

Þá vill lögreglan minna fólk á að koma vel undirbúið á gossvæðið og það þurfi að passa vel upp á ýmsa hluti.

„Göngumenn klæði sig eftir veðri, taki með sér nesti og gleymi ekki að hafa næga hleðslu á farsímum. Ekki er tryggt öryggi farsíma á svæðinu. Bílum skal lagt á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -