„Þakka öllum sem lögðu hönd á plóg til að hjálpa Zorro, ég er svo glaður að ég veit ekki hvort ég eigi að sitja eða standa, snýst eiginlega í hringi, ætla núna að hringja í dýraspítalann í Garðabæ til að panta tíma.“
Þetta segir Olav Ingvald Olsen í samtali við Mannlíf. Olav er 75 prósent öryrki og einn af Breiðavíkurdrengjunum svokölluðu sem máttu þola ofbeldi og hryllilegt harðræði í æsku. Um helgina sendi Olav út hjálparkall svo hann gæti bjargað hundinum sínum, Zorro, sem er veikur og þarf að komast í aðgerð.
Olav hafði ekki efni á því og var farinn að selja eigur sínar til að bjarga litla félaga sínum. Hann þarf þess ekki lengur því eftir að Mannlíf greindi frá söfnun hans þá náði hann að safna fyrir aðgerðinni.
Það má því með sanni segja að margt smátt geri eitt stórt. Hér má lesa nánar um Olav og hundinn Zorro.