Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hjón skotin til bana – Hörmulegur atburður í Mosfellssveit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að morgni 29. ágúst 1978 barst lögreglunni símtal um að slys hafi átt sér stað á Þormóðsstöðum í Mosfellssveit. Lögreglan sendi menn á staðinn og á vettvangi blasti við þeim hörmuleg sjón.

Í frétt frá Morgunblaðinu 30. ágúst sama ár segir: „Eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað var það laust fyrir kl. 6 í gærmorgun að hringt var í lögregluna og tilkynnt að slys hefði orðið að Þormóðsdal í Mosfellssveit, skammt frá Hafravatni. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir mann og konu þar látin af skotsárum.“

Myndatexti við fréttaljósmyndina: „Þormóðsdalur við Hafravatn, þar sem hinn hörmulegi atburður gerðis t. Ljósm. Mbl. Rax.“
Mynd/skjáskot

Hjónin í Þormóðsdal

Gísli Kristinsson þá 56 ára bjó ásamt konu sinni Sólveigu 38 ára að Þormóðsstöðum í Mosfellssveit.

Þá segir einnig í fréttinni frá Morgunblaðinu að: „Þormóðsdalur er í eigu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins en embætti veiðistjóra ríkisins hafði þar aðstöðu til geymslu á hundum, sem eru í eigu embættisins. Hjónin, sem voru barnlaus, bjuggu í Þormóðsdal og hafði maðurinn umsjón með hundunum. Hann var á sextugsaldri en konan um fertugt. Að ósk rannsóknarlögreglunnar er ekki unnt að birta nöfn hinna látnu í dag.“

Dagblaðið Vísir var einnig með frétt 30. ágúst og nafngreinir þau látnu: „Maðurinn hét Gísli Kristinsson og kona hans Sólveig Jóhannsdóttir. Gísli annaðist gæslu á hundum embættis veiðistjóra, sem þarna eru geymdir. Var hann liðlega fimmtugur að aldri, en Sólveig um fertugt.“

- Auglýsing -

Málið aldrei upplýst

Rannsókn málsins skilaði engu en vitað var að Gísli hafði hringt og tilkynnt lögreglu um slys. Miðað við aðstæður á vettvangi leit út fyrir að Gísli hafi ráðið hustru sinni bana, hringt því næst til lögreglu og síðan skotið sjálfan sig.

Í frétt morgunblaðsins sagði: „Eftir fyrstu verksummerkjum að dæma var talið, að maðurinn hefði orðið konunni að bana, að því búnu hringt í lögregluna en síðan ráðið sjálfum sér bana. Rannsóknarlögreglan vildi þó ekki staðfesta í gærkvöldi að atburðarásin hefði verið með þessum hætti, en rétt er þó að taka fram að ekkert bendir til þess að þriðji aðili hafi komið við sögu þessa máls.“

- Auglýsing -

Ástæðan fyrir verknaðinum var aldrei upplýst og því einungs hægt að velta því fyrir sér hvort að slysskot hafi orðið konu hans að bana og Gísli svo harmi sleginn að hann hafi ákveðið að taka eigið líf – eða hvort deilur hafi átt sér stað á milli hjónanna með fyrrgreindum afleiðingum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -