Hjónunum Sigurvini Guðmundssyni og Guðdísi Guðmundsdóttur brá heldur betur í brún er þau keyrðu á Óshlíðarvegi á sunnudagskveldi í maí árið 1988. Ástæðan var sú að grjót tók að hrynja á bíl þeirra en Sigurði tókst að aka stórskemmdum bílnum í burtu. Sluppu þau með skrekkinn en kvörtuðu þó undan hausverki. Ljóst var að farið hefði getað mun verr fyrir hjónunum.
DV fjallaði um málið á sínum tíma:
Grjóthrun í Óshlíð: Hjón hætt komin er grjót hrundi yfir bíl þeirra
Hjón voru hætt komin á Óshlíðarvegi á sunnudagskvöld þegar grjót skall á bíl þeirra. Manninum tókst að hafa stjórn á bílnum og aka honum stórskemmdum í burtu. Hjónin sluppu óslösuð en fundu bæði til höfuðverkjar. Það voru aðallega tveir nokkuð stórir steinar sem skullu á bílnum sem er mikið skemmdur eftir. Óhappið varð skammt norðan við krossinn. Töluverð hætta er á grjóthruni á Óshlíðarvegi og ekki síst á vorin þegar leysingar eru hvað mestar. Mikil mildi þótti að ekki fór verr en raun varð á í þetta skiptið.