Föstudagur 24. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Hjón sluppu naumlega úr brennandi sumarbústað: „Skyndilega heyrðum við mikinn hvin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í baksýnisspeglinum í dag rifjum við upp atvik þar sem hjón sluppu naumlega eftir að eldur braust út í sumarbústað þar sem þau dvöldu. DV fjallaði um málið þann 26. júní árið 1986.
,,Við sátum inni og drukkum kaffi. Skyndilega heyrðum við mikinn hvin þegar eldurinn braust út. Við hlupum strax út úr bústaðnum, sem logaði endanna á milli á svipstundu,“ sagði Ævar Hjartarson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, í samtali við DV á þessum tíma.

Ævar var staddur í bústaðnum ásamt eiginkonu sinni, Freydísi Laxdal þegar eldurinn kom upp. Bústaðurinn var í eigu starfsmannafélas Kaupfélags Svalbarðseyrar, norðan við Vaglaskóg. Í frétt DV kemur fram að bústaðurinn hafi orðið alelda á örskotstundu en upptökin voru í smáskýli þar sem gaskútar voru geymdir.

,,Eldsupptökin eru einmitt líklegast þau að gaskútarnir eða slöngumar í þá hafi lekið,“ sagði Ævar sem var á sínum fyrsta degi í sumarfríi. Vatnsbíll frá Vegagerðinni átti leið um svæðið og var fenginn strax á vettvang til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Þrátt fyrir það brann bústaðurinn til kaldra kola á rúmum hálftíma en hjónin náðu að koma sér undan í tæka tíð og sluppu sem betur fer ómeidd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -