Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hjónin enn föst á skemmtiferðaskipinu: „Sjálfboðaliðar eru að gefa fleiri sýni og krossum putta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Málin þokast í rétta átt hjá hjónunum sem föst eru í skemmtiferðaskipi undan strönd Márítáníu í Afríku.

Sjá einnig: Íslensk hjón föst í „fjögurra stjörnu fangelsi“ undan ströndum Afríku: „Mikill pirringur um borð“

Mannlíf sagði frá því í gær að hjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir væru föst um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Márítáníu en þangað sigldu þau frá Suður-Afríku. Upp kom svæsin niðurgangspest og hefur farþegum og áhöfn skipsins verið meinað landgöngu, vegna gruns um kóleru, sem er bráðsmitandi. Nú hefur skipinu verið leyft að leggja við bryggju en enginn fær að fara frá borði og enginn um borð næsta sólarhringinn. Jóhann Helgi segir frá þessu á Facebook, á sinn einstaka hátt:

„Það voru að birtast fyrstu niðurstöður úr kúkasýnum og þær voru neikvæðar sem er jákvætt. Við fáum að leggja að bryggu núna en engin fær að fara frá borði né neinn inn í skipið næsta sólarhringinn. Sjálfboðaliðar eru að gefa fleiri sýni og krossum putta. PS þeir hafa tekið af okkur internetið en við fáum 55 mínútur af afarhægu interneti á dag. Ef þeir hefðu bara hlustað á Möggu fyrr! I told you so…“

Stuttu eftir að Jóhann Helgi skrifað færsluna, bætti hann við athugasemd til að láta vita að á hann er greinilega hlustað.

„Ég veit að þeir eru að fylgjast með mér og í þessum skrifuðu orðum gjall í hátalarakerfinu að allir fengju auka 180 mínútur af interneti. Takk skip.“

- Auglýsing -

Aðra athugasemd birti Jóhann Helgi, til að kvarta yfir nokkru óvenjulegu.

„Ég veit að það eru alltaf einhverjir sem stöðugt kvarta yfir einhverju. Ég vil ekki vera þar og hrósa áhöfn skipsins í hárstert en eina kvörtunin sem ég hef er að öll fötin mín hafa minnkað í ferðinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -