Sunnudagur 27. október, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Hjörtur er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjörtur Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri, er látinn 97 ára að aldri en mbl.is greindi frá andlátinu.

Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi en flutti að Reykhólum 12 ára gamall en hann var sonur Þórarins Árnasonar og Steinunnar Hjálmarsdóttur.

Hjörtur lauk kennara- og söngkennaranámi árið 1948 og íþróttakennaranámi ári síðar. Hann kenndi bæði á grunn- og framhaldsskólastigi um allt land frá 1949 til 1980 og var einnig skólastjóri á Klepp­járns­reykj­um í Borg­ar­f­irði 1961-78. Árið 1980 tók Hjörtur svo við starfi sem framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Hann var virkur í félagsstörfum og starfaði meðal annars í Frímúrarareglunni, söng í ýmsum kórum og var formaður Félags eldri borgara á Selfossi frá 1999 til 2013.

Hjörtur lætur eftir sig eina dóttur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -