Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Hjörvar fékk ekki leyfi hjá RÚV: „Almennt þá getur slíkt varðað við höfundalög“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil samkeppni var milli Vísis og RÚV á laugardaginn en báðir miðlarnir voru með kosningavöku vegna alþingiskosninga í beinni útsendingu og kepptust um áhorfendur. Dr. Football, eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp landsins, ákvað að láta slaga standa og var með sitt eigið kosningastreymi á YouTube og stýrði Hjörvar Hafliðason þættinum ásamt fjölmiðlamönnunum Stefáni Einari Stefánssyni og Gísla Valdórssyni. Fengu þeir til sín fjölda gesta og skemmtu sér konunglega.

Vakti það athygli sumra áhorfenda að til að fá nýjustu tölur og fréttir notaðist þáttur Hjörvars við útsendingu RÚV og var ítrekað skipt yfir á sjónvarpsstöðina þegar nýjar tölur voru kynntar eða viðtöl við formenn voru tekin ásamt því hæðst að var að fjölmiðlinum ítrekað.

Óheimilt án leyfis

Í samtali við Mannlíf segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, að Hjörvar hafi ekki fengið leyfi til að sýna útsendingu RÚV á YouTube.

„Ekkert leyfi var veitt. Varðandi streymi útsendinga almennt þá getur slíkt varðað við höfundalög og skyld réttindi,“ sagði Margrét um málið. „Jafnan er það svo að RÚV lítur svo á að streymi útsendinga RÚV sé óheimilt án leyfis/samþykkis. Varðandi kosningaumfjöllun sérstaklega þá hafði RÚV hins vegar veitt tilteknum fjölmiðlum heimild til streymis og hefði slík beiðni verið tekin til skoðunar ef hún hefði borist, þ. á m. að virtum jafnræðissjónarmiðum. RÚV mun væntanlega skerpa á þessu framvegis.“

Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafði ekki séð útsendingu Hjörvars þegar Mannlíf ræddi við hann og vildi ekki tjá sig um hana að öðru leyti en að honum þætti ánægjulegt að Hjörvar og gestir hans hafi valið kosningavöku RÚV til að fá upplýsingar um tölur og viðbrögð frambjóðenda.

- Auglýsing -

Ekki náðist í Hjörvar Hafliðason við vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -