Fimmtudagur 12. desember, 2024
5 C
Reykjavik

Hljóp Garðabær á sig varðandi Miðgarð? KSÍ tekur ekki ákvörðun um vallarleyfið fyrr en á mánudaginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo virðist sem Garðabær hafi hlaupið á sig á dögunum þegar samskiptastjóri bæjarins svaraði spurningum Mannlífs um íþróttamannvirkið Miðgarð en þar fullyrðir hann að KSÍ væri búið að leyfa keppnisleiki efstu deilda knattspyrnunnar, í Miðgarði.

Sjá einnig: Miðgarður kominn með leyfi til að hýsa leiki í efstu deildum: „Það liggur fyrir frá KSÍ

Samkvæmt KSÍ er ekki búið að gefa grænt ljós á að leika megi knattspyrnuleiki í húsinu í efstu deildum knattspyrnunnar. Slík ákvörðun verður tekin á mánudaginn. „Fundur verður hjá mannvirkjanefndinni næstkomandi mánudag, þar sem vallarleyfin verða afgreidd,“ sagði Unnar Stefán Sigurðsson, formaður mannvirkjanefndar Garðabæjar í svari við spurningu Mannlífs um málið.

Í fyrra sögðu yfirvöld Garðabæjar að aldrei hafi verið ætlunin að byggja keppnishöll fyrir efstu deildir knattspyrnunnar heldur hafi húsið aðeins verið ætlað fyrir æfingar og æfingaleiki, auk annarrar þjónustu sem þangað er hægt að sækja. Lofthæð fullgilds knattspyrnuvallar þarf að vera 20 metrar að lágmarki en Miðgarður er aðeins 14 metrar. Horft hefur verið framhjá þessu hjá efstu deild kvenna en hingað til hefur ekki verið gefið leyfi á leiki í efstu deild karla. Þá vakti það gremju margra og hlátur sumra, að áhorfendastæðið, sem byggt er fyrir 800 manns, sé þannig byggt að ekki sést nema 80-85 prósent af vellinum, sitji maður í stæðinu. Bæjaryfirvöld gáfu þau svör er DV spurði út í málið, að húsið hafi einmitt ekki verið hugsað sem keppnishús, heldur einungis til æfinga og því hafi áhorfendur verið látnir mæta afgangi.

Ekki er hægt að fullyrða um að KSÍ hafi ekki gefið Garðabæ einhversskonar loforð um að leyfið fáist á fundinum á mánudaginn en miðað við svör formanns mannvirkjanefndar er ekkert sem bendir til þess.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -