Illugi Jökulsson segir Katrínu Jakobsdóttur ansi ódýran pólitíkus í nýrri færslu á Facebook.
Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson er allt annað en ánægður með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ef marka má nýjustu Facebook-færslu hans.
Katrín tjáði sig í fjölmiðlum í gær um nýju útlendingalögin þar sem hún sagði lögin skýr en að það þyrfti að vera á hreinu hvað tæki við hjá hælisleitendum eftir að þeir hafi misst alla aðstoð hins opinbera. Viðraði hún þá hugmynd að setja upp svokallaðar „brottfararbúðir“ sem sumir kalla fangabúðir.
„Katrín að þykjast hafa efasemdir um lög sem HÚN SETTI SJÁLF og var þó vöruð við því til hvers þau gætu og myndu leiða. Hún er að verða ansi billegur pólitíkus, Katrín,“ skrifaði Illugi en færslan vakti nokkra athygli.
Kolbrún nokkur skrifaði eftirfarandi athugasemd við færsluna: „Aumingja Katrín, hún virðist vera búin að týna sjálfri sér og talar óskiljanlega.“