Björn Birgisson er afar óánægður með hegðun sumra heimamanna í leik Grindavíkur og Þróttar í Lengjubikar karla í knattspyrnu.
Knattspyrnuleikur fór fram á Stakkarvíkurvelli í Grindavík í gærkvöld og var sýnt frá honum á YouTube. Svo fór að Þróttur sigraði heimaliðið 1-2. Einn af þeim sem horfði á leikinn á YouTube var Björn Birgisson, samfélagsrýnir með meiru og Grindvíkingur. Í færslu á Facebook lýsti hann dónalegri hegðun ákveðinna áhorfenda sem spiluðu sírenuvæl í hvert skipti sem leikmaður Þróttar meiddist og þurfti aðhlynningu. Er Björn allt annað en ánægður með slíka hegðun og kallar þetta „taktlausan dónaskap“. Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan:
„Sírenuvæl.