Björn Leví Gunnarsson tekur upp hanskann fyrir Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp, sjálfboðaliða hjá samtökunum vegna ákvörðunar ríkissaksóknara um að skipa lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til að ljúka rannsókn á meintu múturmáli kvennanna.
Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram kæru á hendur Semu Erlu og Maríu Lilju en hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka, er þær fóru til Egyptalands og björguðu fjölmörgu Palestínufólki frá bráðum dauða á Gaza en þau höfðu þá þegar fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafði ákveðið að hætta rannsókn á málinu en hefur nú verið skipað að halda rannsókninni áfram.
Píratinn Björn Leví Gunnarsson skrifaði Facebook-færslu við frétt Vísis um orð Helga Magnúsar Gunnarssonar en hann sagði að góður málstaður dugi ekki einn og sér í máli sem þessu.
„Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“