Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hödd segir kirkjuna hafa eytt 10 milljónum í málskostnað fyrir Agnesi á árinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur tekur upp hanskann fyrir séra Gunnar Sigurjónsson, sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup, leysti frá störfum vegna ásakana samstarfskvenna Gunnars um einelti hans.

Vísir birti í dag pistil frá Hödd Vilhjálmsdóttur, almannatengill og lögfræðingur, þar sem hún gerir sér málefni þjóðkirkjunnar að umræðuefni. Vitnar hún í pistlinum í orð Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, sem birtust í yfirlýsingu hennar eftir að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að Agnes hefði verið setið valdalaus í embætti frá því að skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022. Sagði Agnes meðal annars að „öllum skyldi tryggð sömu réttindi“ og „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður.“ Hödd segir að frá því að skipunartími hennar hafi runnið út, hafi landið „í raun verið biskupslaust“ en að það hafi „ekki aftrað frú Agnesi frá því, í nafni embættisins sem hún eitt sinn gegndi, að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir sem kollvarpað hafa lífi einstaklinga.“

Því næst nefnir Hödd sem dæmi að fyrir tæpum tveimur árum hefði biskupinn „fyrrverandi“ hafa leyst Gunnar Sigurjónsson sóknarprest Digranesprestakalls, frá störfum vegna ásakana samstarfskvenna hans um einelti af hans hálfu.

Rekur Hödd svo í pistlinum mál Gunnars, sem hafði unnið að því að sameina Digranes- og Hjallakirkjuprestaköll og óskað eftir aðstoð mannauðsstjóra kirkjunnar við þá vinnu en ekki fengið þá aðstoð. Í kjölfar brottrekstrar Gunnars hafið teymi þjóðkirkjunnar af stað rannsókn um ávirðingar á hendur Gunnari en teymið hafi skilað áliti sínu 27. júlí í fyrra. „Af þeim 48 atriðum sem borin voru á Gunnar komst teymi kirkjunnar að þeirri niðurstöðu að í fjórum þeirra hafi hann sýnt af sér hegðun sem þætti óæskileg. Eins taldi teymið Gunnar mögulega hafa brotið gegn ákvæðum reglugerðar um einelti. Þar sem það meginskilyrði eineltis að um ítrekaða hegðun sé að ræða var ekki uppfyllt, átti það ekki við í tilfelli Gunnars. Um einangruð tilvik voru að ræða.“ Segir Hödd að þessari niðurstöðu hefði teymið komist að „Þessari niðurstöðu komst teymið að þótt það hafi í málsmeðferð sinni virt sönnunarreglu íslenskra laga að vettugi og það eðlilega sökuðum Gunnari í óhag.“

Þá segir Hödd að Agnes hafi í stað þess að gefa út yfirlýsingu um sakleysi Gunnars hafi hún þess í stað sent yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem Gunnar var sagður hafa verið fundinn sekur um einelti í sex tilvikum. „Það er ekkert minna en alrangt. Orð frú Agnesar höfðu eðlilega mikil áhrif úti í samfélaginu enda töldu fjölmiðlar og landsmenn flestir að um biskup Íslands væri að ræða – og hann færi jú með rétt mál.“

Hödd segist hafa fyrir því heimildir að þjóðkirkjan hafi „að fyrirskipan fyrrum biskups“ eytt ríflega 10 milljónum króna í lögmannskostnað fyrir Agnesi, frá ársbyrjun 2023 og fram í september, vegna máls úrskurðanefndarinnar. „ Það er þá bara fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs og eru þá ótaldar þær upphæðir sem greiddar hafa verið árin þar á undan vegna heildarmálsins.“

- Auglýsing -

Hægt er að lesa pistilinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -