Lögreglu barst tilkynning um búðarhnupl, í hverfi 103. Þá hafði karlmaður gert tilraun til að stela þremur ilmvatnsglösum. Þegar lögregla ræddi við manninn útskýrði hann að glösin væru merkt „Tester“ og að hann væri vanur, frá heimalandi sínu, að þess merkt glös mætti taka frjálsri hendi. Þrátt fyrir útskýringuna var vettvangsskýrsla rituð.
Rétt rúmlega hálf tólf í gærkveldi barst lögreglunni tilkynning um umferðaslys í Garðabæ. Þegar bifreið og létt bifhjól lentu í árekstri. Ökumaður bifhjólsins var 14 ára og án hjálms. Hann kvartaði sáran undan höfuðverk og var fluttur á til aðhlynningar á bráðadeild. Móðir drengsins var á vettvangi.
Karlmaður var handtekinn í Grafarvogi laust fyrir klukkan hálf tvö í nótt. Sá var að ónáða fólk og þegar lögreglan mætti á vettvang fór hann ekki að fyrirmælum hennar. Maðurinn var því vistaður í fangageymslu.