Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Hófí í El Salvador: „Með vélbyssu hangandi á öxlinni, skammbyssa í beltinu og risastóra sveðju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 14. nóvember, 1985 var í fyrsta skipti, íslensk stúlka krýnd Ungfrú heimur en keppnin var haldin í Royal Albert Hall, London. Þann titil hlaut leikskólakennarinn Hólmfríður Karlsdóttir eða „Hófí“ eins og hún er alltaf kölluð en hún var 22 ára þegar hún sett upp kórónuna.

Heimsótti þriðja heims ríki

Í framhaldinu á krýningunni ferðaðist Hófí vítt og breytt um heiminn og sinnti „embættisskyldum“ sínum sem Ungfrú heimur. Árið 1986 birti breska blaðið Today umfjöllun um ferð Hófíar til El Salvador sem á þeim tíma var klofið af borgarastyrjöld. Tíminn þýddi grein Today, lauslega yfir á hið ástkæra ylhýra og mun blaðamaður styðjast við þá þýðingu í þessari upprifjun.

Fyrsti El Salvadorbúinn sem Hófí hitti var einn af öryggsvörðunum á fluvellinum sem tók á móti henni þegar hún steig út úr flugvélinni. Sá var heldur vígalegur að sjá, „með vélbyssu hangandi á öxlinni, skammbyssa í beltinu, kylfa og gasgríma slógust mjaðmirnar og risastór sveðja náði frá mitti og niður að hnjám.“ Hann hafði þó tekið niður speglasólgleraugun, til heiðurs Hófí og hengu þau niður úr skyrtuvasanum.

Hófí lét ekki harkalegt útlit öryggisvarðarins á sig fá og hélt áfram göngu sinni um flugvöllinn, heilsaði upp á Ungfrú El Salvador sem og flugvallastarfsmönnum sem horfðu með hrifningu á Ungfrú Heim. Julia Morley, sem nú er formaður Ungfrú Heims batterísins, skipulagði ferðina en Hófí vék sér aldrei frá henni á meðan hún gekk um flugvöllinn enda Julia öllum hnútum kunnug í ferðum sem þessum.

Hótel í hættulegu hverfi

- Auglýsing -

Í grein Today segir blaðamaður að á þessum tíma hafi það verið alþekkt að skæruliðar í El Salvador urðu sér út um pening með því að ræna áhrifamiklu fólki og krefjast lausnargjalds fyrir þau. Það var því ljóst að Dórótea var ekki lengur í Kansas ef svo má að orði komast. Julia Morley segir í greininni, þekkti orðið El Salvador nokkuð vel enda hafði hún í nokkur skipti skipulagt ferðir Ungfrú heims til landsins „til að safna fé fyrir munaðarleysingjana sem hún hafði tekið upp á sína arma.“ Fyrir bílalest Ungfrú heims fóru tveir lögreglumenn á móturhjólum og voru þeir með létta hríðskotabyssu hangangi á bakinu. Hófí reyndi að veifa til fólks á leiðinni en að mati blaðamans Today virtist hún nokkuð innilokuð innan um alla gæsluna. Hverfið hvar hótelið sem Hófi gisti á var nokkuð alræmt fyrir ofbeldisglæpi en til að mynda hafði samstarfsmaður blaðamanns Today verið skotinn til bana rétt eftir að hafa skráð sig inn á hótelið. Mikil gæsla var á hótelinu en öryggismenn gengu um gangana, „hvíslandi í labb-rabb-tækinu þar sem þeir læðupokuðust fyrir framan svítuna sem Hófí og frú Morley höfðu fengið úthlutað.“ Þá segir í greininni að atburðirnir hafi tekið „all-hjárænulega stefnu þegar Hófí var kynnt fyrir blaðamönnum frá El Salvador.“

Blaðamenn gáttaðir

Túlkurinn sem hafði verið ráðinn fyrir Hófí, forfallaðist og því þurfti Ungfrú El Salvador að þýða nokkrar „frekar dularfullar setningar.“ Fyrst tjáði Hófí blaðamönnunum að hún kæmi frá landi þar sem sólin setjist aldrei á sumrin og þess vegna séu það sumir sem eigi erfitt um svefn. Blaðamennirnir virtust ekkert sérstakla áhugasamir um þessa staðreynd en Hófí hélt áfram „það er mjög sjaldgæft að nokkur gangi atvinnulaus á Íslandi.“ Við þetta lifnaði yfir blaðamönnunum en þeir virtust undrandi á þessari staðhæfingu Hófíar. Hún hélt áfram en næst talaði hún um glæpi á Íslandi „síðasta bankarán á Íslandi var framið fyrir rétt tæpum þremur árum.“ Blaðamennirnir urðu við þessar upplýsingar, algjörlega gáttaðir.

- Auglýsing -

Hófí svarar blaðamönnum fimlega

Fyrsta opinbera athöfn Hófíar var að heimsækja barnaheimili sem var staðsett fyrir neðan skógi vaxinnar hlíðar eldfjalls, sem iðulega var notuð sem felustaður skæruliða. Segir í greininni að Hófi hafi gnæft yfir lífverði sína, í hælunum sínum og engu líkara en þar væri komin „valkyrja, umkringd flokki svartálfa.“ Blaðamaður Today sagði að það hefði sést vel að heimsóknin átti vel við Hófí, að vera umkringd æstum börnum sem vildu hitta Ungfrú heim en mörg barnanna höfðu misst foreldra sína í stríðinu sem hafði gengið svo lengi í landinu. Blaðamenn frá El Salvador báðu blaðamanninn breska um að spyrja Hófí hvað hún eiginlega vissi um El Salvador. Hófí svaraði um hæl „það er rétt að ég veit ekki mikið um El Salvador, fyrir utan að landið á í miklum erfiðleikum. En ég kom hingað vegna barnanna og þau eru eins allstaðar í heiminum.“

Baksýnisspegill þessi er endurbirtur en hann birtist fyrst 3. september 2021.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -