Um síðastliðna helgi þurfti að gera endurlífgunartilraunir á ungri stúlku á bílastæði sjúkrahúss á Suðurlandi. Stúlkan hafði leitað til lögreglunnar vegna vanlíðunar eftir neyslu fíkniefna og áfengis.
Sunnlenska segir frá málinu á vef sínum en þar kemur fram að stúlka hafi leitað aðstoðar til lögreglunnar um síðustu helgi, vegna vanlíðunar eftir að hafa neytt fíkniefna og áfengis. Lögreglan keyrði því stúlkunni á sjúkrahús.
Er á sjúkrahúsið var komið hætti stúlkan að svara lögreglumönnum og var því brugðið á það ráð að hefja endurlífgunartilraunir á bílastæði sjúkrahússins. Báru þær tilraunir árangur og var stúlkunni komið í hendur sjúkraliðs sem einnig var á vettvangi.