Eftir sólaríka en fremur svala helgi, vöknuðu íbúar höfuðborgarsvæðisins við fannhvítan snjó yfir öllu. Gera má ráð fyrir að hann standri stutt við enda hiti í kortunum.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands segir:
„Lægðin sem liggur skammt S af landinu, kemur með milt loft. Hitastigið er víða komið upp í 0 til 7 stig núna í morgunsárið.
Í dag verður suðaustan 8-15 m/s, dálítil rigning eða súld með köflum og snjókoma til fjalla, en úrkomumeira suðaustanlands. Þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.
Áfram suðaustanátt á morgun, 10-18 m/s. Lítilsháttar væta en bjart með köflum norðanlands. Bætir í úrkomu sunnanlands um kvöldið, hiti breytist lítið.“