Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að vera aðalmaðurinn á bak við umfangsmikið fíkniefnamál sem lögreglan hefur rannsakað síðustu mánuði. Hann var höfuðpaurinn í Stóra fíkniefnamálinu frá því um aldamótin.
Samkvæmt frétt Rúv hafa fimm manns verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi og fíkniefnalagabrot. Ólafur Ágúst var handtekinn eftir eftirför lögreglunnar á föstudaginn.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að aðgerðin hafi verið gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna sem og peningaþvættis.
Samkvæmt heimildum Mannlífs, er höfuðpaurinn í málinu Ólafur Ágúst Hraundal, sem hlaut níu ára fangelsisdóm í Stóra fíkniefnamálinu árið 2000. Þá var hann einnig dæmdur árið 2007 í níu og hálfs árs fangelsi fyrir umsvifamikið fíkniefnasmygl.
Ólafur var handtekinn síðstliðinni föstudag eftir æsilega eftirför lögreglu á Reykjanesbraut en eftirförin olli miklum skemmdum, bæði á lögreglu- og sérstveitarbílum.
Alls voru tíu handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglunnar en einn þeirra var íbúi skammt frá Hellu. Húsleit var gerð víða, á höfuðborgarsvæðinu sem og á Suðurlandi og meðal annars hald lagt á 40 kílóum af kannabisefnum. Tugir lögreglumanna tóku þátt í aðgerðunum ásamt sérsveitinni. Samkvæmt Margeiri Sveinssyni, aðstoðaryfirlögegluþjóni miðlægrar rannsóknardeildar, voru kannabisefnin framleidd og ræktuð á Íslandi.