Mikil umræða hefur skapast undanfarnar vikur í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um góðan árangur íslenskra íþróttaþjálfara á árinu og hefur árangur Freys Alexanderssonar, þjálfara knattspyrnuliðsins K.V. Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni, ekki farið framhjá neinum íþróttaaðdáanda en hann tók við liðinu í janúar þegar liðið var í neðsta sæti deildarinnar og hafði ekki unnið leik í þrjá mánuði en undir stjórn hans tókst honum að bjarga liðinu frá falli.
Hafa einhverjir sófasérfræðingar sagt að Freyr muni án nokkurs vafa vera kosinn þjálfari ársins en sjálfur telur Freyr að Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, standi honum framar þetta árið en Óskar gerði Val að Evrópubikarmeistarum og er það fyrsta sinn sem íslenskt lið vinnur Evrópukeppni í handbolta.
Í færslu á Twitter segir Freyr einfaldlega: „Óskar er kóngurinn. Ég og Finnur mætum bara í partyið“