Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi fyrir tímabundnum lokunum á nokkrum götum vegna kvikmyndatöku fyrir myndina Heart of Stone. Lokanir verða mis miklar en tökurnar fara fram 2.-5. apríl næstkomandi og ráð fyrir fólk sem býr eða starfar á svæðinu að gera ráðstafanir.
Laugardaginn 2.apríl milli klukkan 07 – 13, verður Sæbraut lokuð frá Snorrabraut að Hörpu. Auk þess verður Kalkofnsvegur lokaður og umferð vísað framhjá með hjáleiðamerkingum. Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu vegna málsins en hér að neðan má sjá þær götur sem munu loka á næstu dögum.
„Til viðbótar verður götulokun Sæbrautar til vesturs frá Kirkjusandi til Katrínartúns einnig í gildi á laugardeginum 2. apríl frá kl. 12 – 17. Samþykki Vegagerðarinnar fyrir ofangreindum götulokunum liggur fyrir.
Sunnudagur 3. apríl frá kl. 07 – 15
Sæbraut lokuð frá Snorrabraut að Hörpu, einnig verður Kalkofnsvegur lokaður að Geirsgötu. Aðgangur að Hörputorgi verður að hluta takmarkaður. Umferð verður vísað framhjá með hjáleiðamerkingum. Samþykki Vegagerðarinnar fyrir lokun á Sæbraut og Kalkofnsvegi liggur fyrir.
Mánudagur 4. apríl frá kl. 07 – 17
Skólavörðuholt – Götulokun frá Frakkastíg við Bergþórugötu að Eiríksgötu við Mímisveg. Efsti hluti Skólavörðustígs frá Kárastíg verður að botngötu. Aðgengi að Hallgrímskirkjutorgi verður takmarkað þar sem tökur fara fram af mótorhjóli sem fer yfir torgið. Leyfishafar hafa upplýst Tækniskólann og leikskólann Grænuborg um skert aðgengi þennan dag. Einnig hafa íbúar og rekstaraðilar í nágrenninu verið upplýstir um lokunina.
Hugsanlegt er að reynt verði að fara í þær tökur sem skipulagðar eru á þriðjudeginum 5. apríl á Frakkastíg, einnig á mánudeginum 4. apríl. Ef það tekst myndu takmarkanir þann 5. apríl falla niður.
Þriðjudagur 5. apríl frá kl. 07 – 17
Götulokun á Frakkastíg í tveimur hlutum. Annars vegar frá gatnamótum Frakkastígs við Hverfisgötu að Sæbraut. Hins vegar á Frakkastíg við gatnamót Bergþórugötu að gatnamótunum við Hverfisgötu. Laugavegur verður lokaður við Frakkastíg. Íbúar og rekstraraðilar í nærumhverfinu hafa verið upplýstir um lokunina og skert aðgengi á svæðinu.“