Ekki er óalgengt að fólk sem leigir sér bíl gleymi einhverju í bílnum. Það getur verið eitthvað smávægilegt eins og hárteygja til dæmis, tyggjópakki eða gosflaska svo dæmi séu tekin. Svo getur það einnig verið eitthvað stærra eins og farsími, greiðslukort eða vegabréf. En sjaldgæft hlýtur að vera það að gleyma hjálpartækjum ástarlífsins í bílunum. Það gerðist nú samt í Reykjavík nýlega.
Hopp er ekki aðeins að leigja fólki rafhlaupahjól heldur einnig bíla. Í færslu sem hopp birti í dag á Twitter stendur „Tapað/fundið í Hopp Deilibílum just got interesting“
Eftirfarandi ljósmynd birtist með færslunni:
Í athugasemdum bætti Hopp við góðum brandara:
Við að þrífa bílinn áður en hann fer aftur á götuna pic.twitter.com/lIYthG70QT
— Hopp Reykjavík 🛴🚙💨 (@hoppbike) November 7, 2022