- Auglýsing -
Tæpt ár er nú liðið frá því að stór hoppukastali við Skautahöllina á Akureyri, með um hundrað börnum í, tókst á loft. Hópslysaáætlun var virkjuð um leið og slysið varð og voru sjö börn flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri. Sex ára stúlka slasaðist alvarlega og var flutt með sjúkraflugi á Landspítalann.
Rannsókn á leið til ákærumeðferðar
Lögreglurannsókn á tildrögum slyssins hófst samstundis en til þessa hefur lögreglan varist allra frétta af stöðu rannsóknarinnar. Í frétt RÚV segir Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra að rannsóknina sé á lokastigi.
Rannsóknin sé nú á leið til ákærumeðferðar og líklegt sé að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig kastalinn var festur við jörðina og öryggi hans tryggt. Hann reiknar með að einhverjir mánuðir líði þar til niðurstaða liggur fyrir.