Lögreglan stöðvaði hópslagsmál í Kópavogi í gærkvöldi.
Í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um tíu manna hópslagsmál í Kópavogi á tíunda tímanum. Reyndist ástæðan vera ósætti milli atvinnurekandi og hóps fyrrverandi starfsmanna. Frá þessu greindi Vísir í gærkvöldi.
Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi, sagði að ekki væri endilega um tíu manns að ræða þó að tilkynningin hafi upphaflega sagt það. Þá hafi ekki hluteigandi verið með neina sýnilega áverka og ekki þurfti að flytja neinn á spítala. Athygli vakti að fimm lögreglubílar voru sendir á vettvang ásamt fjölda lögreglubifhjóla.
„Ef það er tilkynnt um tíu menn og læti þá sendum við ekki tvo í það bíó.“