Mánudagur 21. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Hópur ungmenna kastaði flugeldum í hús – Þrír handteknir vegna hótana og vopnalaga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Átta einstaklingar gista í fangaklefa á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 125 mál bókuð í kerfum lögreglunnar frá 17:00 til 05:00. Hér má lesa helstu málin sem upp komu á tímabilinu.

Pöddufullum aðila var komið til aðstoðar í miðborginni og var ekið heim til sín. Í sama hverfi stal óprúttinn aðili fatnaði ásamt verðmætum af sundlaugagesti. Þá var ofurölvi ökumaður stöðvaður í miðbænum auk þess sem þriggja bíla árekstur varð í 101 en talsvert eignartjón hlaust af honum, sem og minniháttar meiðsli. Líkamsárás var tilkynnt í miðborginni og maður handtekinn vegna hennar og settur í steininn. Þá var maður til vandræða í 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann þótti ekki vera í ástandi til að vera úti á meðal almennnings.

Í 104 voru þrír einstaklingar handteknir vegna hótana og vopnalaga en allir voru þeir vistaðir í fangaklefa.

Í hverfi 105 kviknaði í íbúðarhúsi en slökkviliðið kom á vettvang og gekk því vel að slökkva eldinn. Í sama hverfi var brotist inn í fjölbýlishús og verðmætum stolið.

Í Kópavogi rann mannlaus bíll á annan bíl eftir að ökumaður hans hafði ekki gengið tryggilega frá honum. Þá varð umferðaróhapp í Kópavogi þegar ökumaður bifreiðar, undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á aðra bifreið.

Maður var handtekinn í hverfi 110 vegna eignaspjalla og hótana og var hann vistaður í steininum. Í sama hverfi léku hópur ungmenna sér að því að ónáða íbúa með því að kasta flugeldum í hús.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -