Í fréttaskoti á mbl.is segir frá heimsókn Birgis Þórarinssonar alþingsmanns úr röðum Sjálfstæðismanna sem átti fund fyrr í mánuðnum með Haqqani, ráðherra málefna flóttamanna í ríkisstjórn Talibana í Afganistan. Fréttin hefur vakið misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlinum Twitter og sendir Haukur Bragason fyrirspurn á fréttamiðilinn mbl.is:
„Hey @mblfrettir, hvers vegna setjið þið fréttina upp þannig að hann sé „fyrstur erlendra stjórnmálamanna til að hitta þarlend stjórnvöld“ án þess að segja frá ástæðu þess að engin eðlileg stjórnvöld vilja láta spyrða sig saman við Talíbana? Hvaða grín er þessi frétt?“
Nonni Gunnarsson bendir á að Khalil Haqqani sé eftirlýstur hryðjuverkamaður og lagt hafi verið 5 milljónir bandaríkja dala að veði fyrir handtöku hans. Haukur beinir þá næst spjótum sínum að Sjálfstæðisflokkinum og spyr:
„Hey @sjalfstaedis, hvers vegna er þingmaður ykkar að hitta eftirlýstan hryðjuverkamann?“
Haukur sendir einnig fyrirspurn til Ungra Sjálfstæðismanna:
„Hey @ungirxd, eruð þið alfarið búin að gefast upp á að reyna að veita þessum gjörsamlega sturlaða flokki ykkar einhvern snefil af siðferðislegu aðhaldi?“
Engin svör hafa borist frá samtökunum og stofnununum sem Haukur hefur sent fyrirspurn.
Fyrirgefið en hvað í andskotanum? pic.twitter.com/tVYzESxk8Q
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) December 17, 2022