Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon, er í áhugaverður viðtali í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark. Hörður ræðir um erfiðan brottrekstur sinn úr starfi hjá Sýn árið 2019, en hann hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um brottreksturinn áður.
Hörður var einn af vinsælustu íþróttafréttamönnum og vegna þessa var fólk mjög hissa á því þegar hann var rekinn úr starfi sínu.
„Hann kom mér í opna skjöldu á þessum tíma, í ljósi samræðna við yfirmann og aðra. Þórhallur Gunnarsson hafði tekið við, ég veit það ekki. Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því, ég var langt niðri mjög lengi. Það er enginn ómissandi, maður hafði lagt hjarta og sál í starfið í tuttugu ár,“ sagði Hörður meðal annars.
Hörður var þekktur fyrir tilfinningaríkar og líflegar lýsingar og afburðaþekkingu á íþróttum, fótbolta þá einna helst.
Nánar um viðtalið á 433, knattspyrnuvef.