Laugardagur 21. september, 2024
8.2 C
Reykjavik

Hörður Jón er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hörður Jón Fossberg Pétursson er látinn en var 93 ára gamall. Mbl.is greinir frá andlátinu.

Hörður fæddist árið 1931 í Reykjavík og ólst upp í Austurbænum og gekk í Austurbæjarskóla. Hörður lærði húsgagnabólstrun og lauk hann náminu árið 1955 eftir tvö ár í Iðnskólanum. Ári síðar opnaði Hörður svo eigin húsgagnabólstrunarverslun og rak hann fyrirtækið til ársins 2003 en árið 1972 hóf fyrirtækið einnig að selja húsgögn. Hörður átti sinn skerf í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu en Bólstrun Harðar átti fyrstu leiknu sjónvarpsauglýsinguna sem birtist á RÚV.

Hörður var mikill knattspyrnumaður og var fyrsti formaður knattspyrnudeildar Fram auk þess að hann lék með liðinu um tíma. Þá skoraði hann fyrsta markið í bikarkeppni sem haldin var á Íslandi.

Hörður lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -