Hörður Jónasson, fyrrum bílstjóri, gaf meirihluta af innbúi sínu til flóttafólks frá Úkraínu. Hörður hafði auglýst innbúið gefins á Facebook, en ákvað að lokum að gefa þetta til flóttafólks á Bifröst. Kemur þetta fram á vef Fréttablaðsins.
Hann komst í samband við hjón frá Hafnarfirði sem voru að safna innbúi í íbúð fyrir flóttafólk frá Úkraínu.
Hjónin tóku ísskáp, tvö rúm, borðstofuborð og stóla, gluggatjöld, spegla, borðbúnað, herðatré, strauborð og straujárn, meðal annars. „Bara nefndu það, nánast allt sem þarf á eitt heimili“ segir Hörður á Facebook síðu sinni.
Hörður segir hjartað sitt vera að springa úr gleði, enda hafi hjónin tekið um 80% af innbúinu. Hörður segir þetta vera sitt framlag til þessa málefnis en nú er innbúið hans komið á gamla skólastað hans Bifröst.