Hörður Sigurbjarnarson, stofnandi Norðursiglingar hf, er fallinn frá.
Hörður fæddist árið 1952 á Húsavík og var sonur þeirra Hildar Jónsdóttur og Sigurbjarnar Sörenssonar en Hörður var bráðkvaddur á heimili sínu þann 8. október. Hörður var menntaður vélstjóri og starfaði við ýmsa hluti um ævina. Hann er þekkastur fyrir störf sín í ferðaþjónustu landsins en var talinn frumkvöðull á því sviði.
Hörður var einnig mikill náttúruverndarsinni og tók þátt í mörgum verkefnum sem snéru að náttúruvernd á landinu.
Eftirlifandi eiginkona Harðar er Sigríður Þ. Einarsdóttir og eignuðust þau þrjú börn.