Hörður Guðbjartsson skipstjóri á Ísafirði er látinn.
Hörður fæddist í Kjós í Gunnavíkurhreppi. Hann flutti ungur til Ísafjarðar og bjó þar alla tíð. Hörður starfaði allt sitt líf við sjávarútveg. Fyrst vann hann við beitningu en fór síðan á sjóinn sem varð þar eftir starfsvettvangur hans.

Mynd; Heimir Tryggvason Þari
Hörður skipstjóri á togaranum Guðbjarti ÍS allan tímann sem skipið var gert út á Ísafirði. Hann þótti einkar farsæll og fiskinn sem skipstjóri. Bróðir Harðar var aflaskipstjórinn Ásgeir Guðbjartsson, Geiri á Guggunni. Milli bræðranna ríkti gjarnan jákvæð samkeppni.
Eiginkona Harðar var Sigríður Jónsdóttir, en hún lést í fyrra. Saman eignuðust þau þrjú börn.
Hörður var rúmlega níræður þegar hann lést. Mannlíf sendir aðstandendum Harðar samúðarkveðjur.