Sunnudagur 12. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Horfði upp á barnaníð á Black Panther í Egilshöll- Leitar að móður barnsins: „Mig langaði að öskra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Afsakið óþægindin en ég varð fyrir nettu sjokki í bíó á sunnudaginn síðasta 13. Nóvember, vorum á Black Panther kl 16:45 í Egilshöll, þar sat maður fyrir framan mig og barn hægra megin við hann (kannski hans) og móðir barnsins við hliðin á barninu…“

Svo hefst frásögn sem birtist innan Facebook-hópsins Stöndum Saman – Verndum Börnin. Frásögnin er nafnlaus en ætla má að mikilvægt sé að sem flestir lesi hana svo hægt sé að koma í veg fyrir kynferðisbrot á barni. Sá sem var staddur á umræddi sýningu í Egilshöll segist hafa orðið vitni að barnaníði en ekki þorað að segja neitt.

Viðkomandi heldur áfram lýsingu sinni: „Móðirin fer í símann í hléinu (held ég) og myndin byrjar aftur en þá þegar maðurinn var einn með barninu byrjaði hann að strjúka stráknum á innravert lærið alveg hjá hans einkastað og gerir það mjög lengi, barnið reynir að fá hendina í burtu með því að skoppa í sætinu smá og ég sparka létt í sætið hjá manninum. Hann er enn þá þarna með hendina og svo þegar konan kemur snertir hann ekki barnið restina af myndinni.“

Sá sem lýsir þessu vonast til að móðir barnsins lesi þessi skilboð og komi þannig í veg fyrir að maðurinn haldi áfram að brjóta á barninu. „Þau sátu á bekk E fyrir miðju og konan var svart hærð í ljósum gallabuxum, falleg og með í vörunum. Þetta er það sem mig datt í hug að gera eftir að ég ráðfærði mig við vinkonu mína… ef þú kannast við að vera þessi móðir þá langar mig að biðja þig afsökunar á að ekki hafa þorað að gera neitt í þessu. Ég bara fraus en mig langaði að öskra. Vildi að ég eða einhver náinn þér gæti knúsað þig núna, mig þykir innilega fyrir þessu“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -