Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hörmungar á Grenivík – Tveir alvarlega slasaðir eftir sprengingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um klukkan fjögur í dag barst lögreglunni á Norðurlandi Eystra tilkynning um bruna í verksmiðju Pharmartica á Grenivík. Þar hafði orðið sprenging og eru karl og kona mjög alvarlega slösuð, þau eru starfsmenn verkjsmiðjunnar og eru á leið með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Einn í viðbót var fluttur á sjúkrahús með minniháttar reykeitrun.

Fimm aðrir starfsmenn voru í verksmiðjunni og er unnið að því að veita þeim áfallahjálp.

Rolf Tryggvason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu RÚV að búið sé að slökkva eldinn.

Pharmartica sérhæfir sig í framleiðslu á snyrtivörum, fæðubótarefnum, hár- og líkamssápum, smyrslum, mixtúrum  og sótthreinsandi lausnum. Þar eru meðal annars framleiddar vörur undir nafninu Apótek sem vinsælar hafa verið í gegnum árin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -