Lögregla var kölluð til í gærkvöld til þess að visa manni út af hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn neitaði að greiða útistandandi skuld vegna veitinga sem hann hafði pantað á hótelinu og verður hann því kærður fyrir fjársvik.
Síðar um kvöldið barst lögreglu tilkynning um krakka sem voru að sprengja flugelda í bílakjallara. Lögregla mætti á vettvang og vísaði þeim í burtu.
Athugull íbúi hafði samband við lögreglu vegna grunsamlegra mannaferða við byggingasvæði. Þetta skoðaði lögregla að sjálfsögðu en þar var engan að sjá. Þá voru þrír ökumenn handteknir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.