„Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að mikil og flókin vinna fer nú fram þegar gert er við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar,“ segir í færslu frá Almannavarnadeilid ríkislögreglustjóra.
Þá segir að mannskapurinn á staðnum beri sig vel en hraðinn á verkinu er óvenjulegur.
„Auk þess sem telja má einstakt að halda úti jafnmörgum ólíkum verkhópum við störf samtímis. Í þeim kringumstæðum er brýnt að fyllsta öryggis sé gætt um leið og kappkostað er að hleypa heitu vatni á Njarðvíkuræðina sem allra fyrst.“
Sólarhringsvakt er við framkvæmdirnar.