Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Hræðilegur tími þjóðarinnar: „Börn voru tekin frá mæðrum sínum og send í burtu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Börn voru tekin frá mæðrum sínum og send í burtu. Hún glímdi ekki bara við sjúkdóminn, ekki bara við það að fólk var að deyja í næstu rúmum, heldur að geta ekki séð eiginmann sinn og son misserum og jafnvel árum saman. Þetta er hræðileg örlagasaga sem birtist þarna í bréfunum og ég ákvað að gefa þetta út ekki vegna okkar fjölskyldusögu heldur vegna þess að þetta væri áminning til þjóðarinnar um þessa hræðilegu tíma. Það er ekki lengra síðan að þeir voru að ég er hér að tala við þig en ólst upp við þennan veruleika,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali í nýju helgarblaði Mannlífs. Konan sem hann segir frá hér að ofan er móðir Ólafs en hún glímdi við berkla.

Í viðtalinu segir Ólafur frá nýrri bók sinni, Bréfin hennar mömmu. Þá talar hann um jákvæðar hliðar þess að vera í fjölbreyttum verkefnum víða um heim, tæplega áttræður. Hann talar um hundana Sám og Samson og svo eru það loftslagsmálin, hreina orkan og norðurslóðir sem og Hringborð norðurslóða. Viðtalið má lesa í heild sinni í nýju helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -