Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hrækti á lögreglubíl og neitaði svo að yfirgefa lögreglustöðina – TikTok upptaka olli útkalli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Talsverð ölvun var á fólki í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verkefni hennar eftir því.

Lögreglustöð 1 sem þjónustar Austurbæ, miðbæinn, Vesturbæ og Seltjarnarnes hafði í nógu að snúast vegna sótölvaðs fólks sem var til vandræða eða sjálft í vandræðum og þá sinnti hún mörgum tilkynningum um hávaða. Ökumaður bifreiðar var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en síðan sleppt. Tveimur klukkutímum síðar var sami maður handtekinn aftur vegna sama brots. Þá hrækti maður á lögreglubifreið og neitaði að segja til nafns. Var dóninn fluttur á lögreglustöð en hann neitaði síðan að yfirgefa hana. Lögreglan fjarlægði hann af athafnasvæði sínu í þrígang.

Buggybíll valt í Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði og voru ökumaður og farþegi fluttir á slysadeild til skoðunar. Þá var maður handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis, ávana- og fíkniefna, auk þess sem hann reyndist hafa ekið sviptur ökuréttindum.

Lögreglustöðin sem sinnir útköllum í Kópavogi og Breiðholti fékk tilkynningu um umferðaslys en ekið hafði verið á hjólreiðarmann. Var hann fluttur á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Tilkynnt var svo um slagsmál í Breiðholtinu og önnur tilkynning barst vegna aðila sem skemmdi bifreiðar á sama svæði. Þá var tilkynnt um líkamsárás en frekari upplýsingar komu ekki fram í dagbókinni.

Lögreglustöð 4, sem sinni Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbænum fékk tilkynningu um einhvern að öskra á hjálp. Reyndust það vera ungmenni að taka upp TikTok myndband. Báðust þau afsökunar á látunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -