Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir minnist Hrafns Jökulssonar í nýrri Facebook-færslu. Þar segir hún sögu af fallegu hjartalagi Hrafns þegar hann var aðeins polli.
Hrafn Jökulsson lést í gær eftir erfiða baráttu við krabbamein í hálsi. Hrafn var vinamargur og hafa fjölmargt samferðafólk hans minnst hans í gær og í dag. Eitt þeirra er leikkonan og þáttastjórnandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Í færslunni segir hún sögu sem hún rifjaði nýlega upp með Hrafni en sagan sýnir hversu snemma hjartagæska Hrafns kom í ljós:
„Ég heimsótti Hrafn á heimili Diddu fyrir rúmum mánuði síðan en þar bjó hann hjá sinni traustu og góðu vinkonu siðasta æviárið og rúmlega það. Við stöndum öll í þakkarskuld við hana Diddu, að reynast þessum einstaka manni Hrafni Jökulssyni svo vel.