Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Hrafn með krabbamein á lokastigi: „Ég fer beint í úrslitaleikinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og lengi leiðtogi skákfélagsins Hróksins, greinir frá því á Facebook að hann hafi verið verið greindur með krabbamein á lokastigi. Hrafn tekur þessum tíðindum af æðruleysi. Hann skrifar:

„BEINT Í ÚRSLITALEIKINN

Ágætu vinir & vinkonur. Ég hef greinst með æxli í hálsi. Um er að ræða flöguþekjukrabbamein sem komið er á 4. stig, B. Það er „æðsta stig“ — 4. stig C er ekki til —  svo ég fer beint í úrslitaleikinn.“

Hrafn segir að batalíkur séu hverfandi en þó ætlar hann að berjast fram í rauðan dauðann. „Framundan er lyfja- og geislameðferð til að halda Surtlu, litla skrímslinu mínu í skefjum. Batalíkur eru hverfandi.

Ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að takast á við Surtlu. Ég bað Skapara minn fyrir löngu að láta ekki dauðann koma einsog þjóf að nóttu — fyrst skyldum við stíga saman dans.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -