Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hrafn þakklátur öllum sem hafa sent hlýja strauma: „Ég finn kærleikann umvefja mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrafn Jökulsson er í góðu skapi, þrátt fyrir grimma baráttu við krabbamein. Ein afleiðing stríðsins er að Hrafn getur engu kyngt. Hann deyr þó ekki ráðalaus og veltir því gosi um munninn, líkt og franskur fagurkeri. Í morgun gat hann svo kyngt einu dropa og var sá dropi sá besti sem hann hefur drukkið á ævinni.

Hrafn skrifar á Facebook:

„OPERATION MIKAEL — SKÁLD ÁSTARINNAR

Töff dans í nótt með Surtlu. Skrölti á fætur með vísu Páls Ólafssonar á vörunum:

Nóttin hefur níðst á mér,

nú eru augun þrútin.

- Auglýsing -

Snemma því á fætur fer,

og flýti mér í kútinn.

Þar sem ég get ekki, því miður, kyngt neinu, læt ég með góðri lyst, duga vatn, appelsín, mix, fanta, kók — sem ég velti um munninn einsog franskur fagurkeri… og spýti svo.“

- Auglýsing -

Hann segir að læknirinn hafi viljað senda hann á líknadeild. „En Surtla bryður nú járn. Hvítu blóðkornin voru í núlli en þyrpast nú á vígstöðvarnar, sýking og lungnabólga að hjaðna og hverfa og ég hef ekkerrt hitt lækninn sem í fyrradag vildi skutla mér á líknardeild.

Í dag skal fagnað og ný brögð prófuð gegn litla skrímslinu. Surtla hafði boðað allsherjarsigur strax í ágúst, en er lúskruð.

Munið, krakkar mínir að gefast aldrei, aldrei upp!

Þið sækið styrk til Skaparans og alls hins góða — og gleðinnar…“

Að lokum segist hann afar þakklátur fyrir allar kveðjunar sem honum hefur borist. „Hvílík gleði í morgun þegar ég náði að kyngja heilum vatnsdropa — besti drykkur lífs míns!

Nú ætla ég að njóta dagsins — takk fyrir allar ykkar yndislegu kveðjur. Ég finn kærleikann umvefja mig.

Lesefni dagsins: Páll Ólafsson / Mikael Bulgakov.

Skilaboð til Surtlu: Púha! Láttu þig hverfa, herfa!

FRAM TIL SIGURS — SAMAN ERUM VIÐ STERKARI“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -