Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Hrafnarnir“ á Viðskiptablaðinu hæðast að RÚV: „Innilega til hamingju með traustið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skotið er föstum skotum á Ríkisútvarpið í vef Viðskiptablaðsins í dag.

Regulega birtast skoðanapistlar í Viðskiptablaðinu, sem Huginn og Muninn skrifa undir en þar er oft fast skotið á menn og málefni hér á landi. Í hádeginu í dag birtist einn slíkur skoðanapistill en þar taka þeir Huginn og Muninn frétt Ríkisútvarpsins á eigin vinsældum, fyrir.

„Fyrr í dag greindi fréttastofa Ríkisútvarpsins frá því að jafn margir landsmenn bera traust til fréttastofunnar og í fyrra, að teknu tilliti til skekkjumarka. Í fréttinni kemur fram að í könnuninni komi fram að „aðrir miðlar standi RÚV langt að baki“ án þess að upplýst sé meira en það.“ Þannig hefst pistillinn sem ber heitið Markaðsmaður Ríkisútvarpsins segir fréttir. Og hann heldur áfram. „RÚV lét gera könnuna fyrir sig en það sem er sérstaklega áhugavert við fréttina er að hún er skrifuð af Valgeiri Vilhjálmssyni markaðsrannsóknarstjóra ríkisrekna miðilsins. Hrafnarnir velta fyrir sér hvort nýr þjónustusamningur ríkisins við RÚV feli í sér að markaðsfólkið á miðlinum sjái í ríkara mæli um fréttaskrif.“

„Hrafnarnir“ skjóta svo á Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélagsins.

„Hrafnarnir bíða nú spenntir eftir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins, tjái sig um hvað henni finnist um að markaðsfólk sé fengið í fréttaskrif samhliða vinnu við að afla miðlinum auglýsingatekna.“

Hæðnin lekur beinlínis af lokaorðum pistilsins:

- Auglýsing -

„Rétt er að halda til haga að mikil hefð er fyrir því að starfsmenn RÚV setji á sig marga hatta og láti sér aldrei verk úr hendi falla. Fréttamenn stjórna skemmtiþáttum og öfugt. Þá fékk Bogi Ágústsson auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins til sín í þáttinn Heimsgluggann á morgunvakt Rásar 2 til að ræða sviptingar í portúgölskum stjórnmálum. Ástæðan fyrir því er að auglýsingastjórinn hafði eitt sinn heimsótt landið.

Hrafnarnir vilja þó nýta tækifærið og óska starfsmönnum fréttastofu og markaðsdeildar Ríkisútvarpsins innilega til hamingju með traustið, sem er svo sannarlega verðskuldað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -