Miðvikudagur 22. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Hrafnhildur Guðfinna er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 16. janúar síðastliðinn. Hún var 51 árs.

Fram kemur í frétt mbl.is að Hrafnhildur fæddist 18. apríl 1973 í Reykjavík en foreldrar hennar eru Auður Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, fædd 1948 og Ólafur E. Thoroddsen hæstaréttarlögmaður, fæddur 1945, dáinn 2023 en þau skildu.

Hefbundinni skólagöngu lauk Hrafnhildur frá Grunnskólanum á Seltjarnarnesi og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2002. Árið 1989 lenti hún í alvarlegu bílslysi og lamaðist fyrir neðan mitti. Kínverskur skurðlæknir að nafni Zhang Shaocheng, kom til Íslands árin 1995 og 1996 og gerði tilraunaskurðaðgerðir á Hrafnhildi ásamt Halldóri Jónssyni bæklunarlækni sem þá var yfirlæknir bæklunardeildar Landspítalans. Þær aðgerðir snéru að því að tengja millirifjataugar fram hjá mænuskaðanum og tengja þær ásamt taugabút úr fæti við mænutaglið.

Að því er fram kemur hjá mbl.is fór Hrafnhildur eftir þetta í nokkrar læknismeðferðir til Bretlands, Frakklands og Rússlands og gat eftir það gengið í spelkum fyrir neðan hné í göngugrind. Þá fór að bera á beinþynningu sem allir lamaðir fá en hún fór að fótbrotna og eftir að hún hafði brotnað sex sinnum ákvað hún að notast alfarið við hjólastól.

Hrafnhildur, auk móður hennar, stofnaði árið 2007 Mænuskaðastofnun Íslands sem hefur það hlutverk að vekja athygli á mænuskaða sem og að þrýsta á lækningu við honum. Starfaði Hrafnhildur á ýmsum vinnustöðum í gegnum ævina en lengst af í Íþróttahúsi Seltjarnarness.

Seinni maður Auðar, móður Hrafnhildar, er Bjarni Halldórsson skipstjóri, fæddur 1944. Hrafnhildur á tvær systur en sú eldri er Ólöf Jónína Thoroddsen hönnuður, fædd 1969 en hún á tvö börn. Yngri systir hennar er Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir, fædd 1982 og á hún þrjú börn.

- Auglýsing -

Útför Hrafn­hild­ar fer fram föstu­dag­inn 24. janú­ar frá Nes­kirkju við Haga­torg kl. 13. Þeim sem vilja minn­ast henn­ar er bent á Mænuskaðastofn­un Íslands, kt. 411007-1030, reikn. 311-26-81030.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -