Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hrafnhildur um dýravelferð á Íslandi: „Af hverju á þetta fólk að fá afslátt á gjörðum sínum?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir hestakona skrifaði ítarlegan pistil á Mannlíf í dag þar sem hún fer yfir ýmis mál tengdum dýraníði og máttleysi Mast og stjórnvalda í málaflokknum. Mannlíf ræddi við hana nánar um málið.

Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir
Ljósmynd: Aðsend

Óhæfir eftirlitsmenn

„Eftirlitsmenn á svæðunum á Suður og Vesturlandi eru kynbótadómarar sem er óásattanlegt vegna tengsla. Þetta er mjög óþægilegt í öllu falli vegna okkar smæðar. Þetta er öllum hestamennum ljóst. Enginn þorir að tjá sig. Það er deginum ljósara að það þarf fólk sem er ótengt sem annast þessi mál. Í þessum málefnum ættu að vera fólk sem hafa ekki nein tengsl, bara kerfisfólk. Ískalt,“ segir Hrafnhildur aðspurð um það hvað mætti til dæmis bæta í málefnum dýra á Íslandi.

Vill Hrafnhildur taka fram að langflestir bændur fari vel með dýrin sín.

„Bændur um land allt hafa haft samband við mig vegna þessa og hafa bent mér á bæi sem hafa allt niðrum sig. Nánast allir bændur eru með sitt á hreinu.“

- Auglýsing -

En af hverju heldur Hrafnhildur að þó þetta margir fari illa með dýrin sín?

„Það liggur augljóst fyrir að fólk sem fer illa með skepnur á við andlega erfiðleika að stríða.  Þetta er eldfimt mál en af hverju þurfa skepnur að þurfa að gjalda þess að fólk misþyrmi þeim og það á okkar vakt? Við erum með barnavernarnefnd og fleiri úræði en ekkert sem snýr að velferð dýra. Af hverju á þetta fólk að fá afslátt á gjörðum sínum?“


- Auglýsing -

Blákalt mat

„Mast, þessi stofnun hefur takmarkaðar aðgerðir til sinna ráða. Logandi hrædd við málsóknir. Héraðsdómur snýr málum Mast niður þegar þeir krefjast þess að fólk fái ekki að halda skepnum áfram,“ segir Hrafnhildur um Matvælastofnun Ríkisins sem hefur að undanförnu fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess hversu hægt virðist ganga hjá stofnuninni að leysa dýraníðingsmál. Bætti hún við: „Dagssektir virka ekki á níðinga. Það þarf að ráðast í alvöru tiltekt. Af hverju eru neytendur ekki með á vaktinni hvað varðar mjólkuriðnað. Bú sem ekki hleypa kúm sínum út eiga að mínu mati að verða svipt leyfi umsvifarlaust. Ef þú ætlar að með einbeittum hætti að stunda níðingshátt þá eru dagssektir bara hjákátleg viðurlög.“

Hrafnhildur telur að innan Mast leynist óhæfir dýraeftirlitsmenn.

Mast hefur dýraeftirlitsmann til margra ára sem hefur verið uppvís af því að sinna ekki skyldum sínum. Honum var treyst fyrir stóðhestinum Blæ frá Torfunesi á sínum tíma en hann kom frá honum grindhoraður. Það mál rataði í fréttirnar. Þetta er fólkið sem við treystum fyrir að taka út skepnur á bæjum landsins. Sá hinn sami er kynbótadómari. Einnig er starfandi kynbótadómari á Vesturlandi. Vegna smæðar landsins og tengsla ætti þetta ekki að vera líðandi. Þessir aðilar búa á næstu þúfu við níðingana. Hestamenn eru dauðhræddir og meðvirkir í þessum málum eðlilega. Í þessi störf ætti að velja utanaðkomandi fólk sem hefur engar tengingar við bæina. Bara blákalt mat.“

Hnífurinn í kúnni

Þá segir hún einnig að Mast sé ekki eina vandamálið heldur skorti nógu sterkar lagaheimildir í málaflokknum.

„Mast hefur ekki nógu sterkar lagaheimildir til þess að svipta fólki skepnum, það kemur í ljós þegar ég hef skoðað gömul mál og ný. Héraðsdómur dæmir alltaf fólkinu í vil, að halda skepnum áfram þrátt fyrir hræðilega meðferð. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Mast hefur takmarkaðar heimildir. Eftirlitsmenn hafa allt of stórt landsvæði að fara yfir. Merkilegt að Sigurður Ingi ráðherra skuli ekki brenna meira fyrir þessi málefni. Hann er dýralæknir að mennt. Og maður hefði haldið að hann hefði ágæta yfirsýn yfir þessi mál.“


Skepnuhald skal vera leyfisskylt

Eitt af því sem Hrafnhildur telur að myndi hjálpa málleysingjunum er að gera skepnuhald leyfisskylt.

„Eftir samtal mitt við framkvæmdastjóra Bændsamtakanna þá hefur það verið oft rætt að skepnuhald skulu vera leyfisskylt. Þetta er einmitt punkturinn sem góður dýralæknir, Sigurður Sigurðarson hefur bent á í fjölmörg ár en aldrei verið hlustað á. Þeir sem tala gegn því benda á að það muni verða of dýrt og meiri kostnaður lendi á bændum. Þetta ætti ekki að vera svona flókið með lagasetningu og einföldum aðgerðum sem yrðu ekki til þess að gjöld myndu falla á einstaklinga,“ sagði Hrafnhildur og bætti við öðru sem myndi hjálpa: „Í Noregi eru menn settir inn fyrir minni brot gegn dýrum en þetta. Einnig eru þau svipt rétti til að halda skepnur til fimm ára.“

Í huga Hrafnhildar hafa Alþingismenn alltof mikinn frítíma:

„Ef einhver er með vit í hausnum á Alþingi sér þetta ekki þá er eitthvað mikið að. Það er hægt að þvaðra um hvort ÁTVR eigi að vera opið á sunnudögum eða hvort fara þurfi að selja vín í matvöruverslunum. Ég nota orð Georgs Bjarnfreðarsonar, þetta er fólk sem hefur of mikinn frítíma.

Að lokum vildi Hrafnhildur koma því á framfæri hver hennar næstu skref eru í baráttunni fyrir dýravelferð:

„Ég mun taka mig til að draga saman hvaða bæir hleypa ekki kúnum sínum út að sumri til. Ég er viss um að það muni hreyfa við einhverju.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -