Veðurstofa Íslands sendi frá sér tilkynningu snemma í morgun um stöðuna á eldgosinu sem gaus í gærkvöldi á Reykjanesinu. Í henni kemur fram að það hafi verið mikil strókavirkni til að byrja með en hafi nú minnkað.
Hægt er að lesa alla færsluna hér fyrir neðan.
„Mikil strókavirkni var fram að miðnætti, en það dróg úr virknini þegar leið á nóttina. Áfram er samt töluvert hraunrennsli. Hraunið norðan við Svartsengi er áfram í um 250m fjarlægð frá Njarðvíkuræð. Sunnnan við Hagafell hefur hraun runnið við hlið varnargarðs. Þar stöðvaðist rennslið um tíma og myndaði hrauntjörn. En er nú tekin aftur tekin að flæða í suðaustur í átt að suðurstrandarveg en þangað eru um 750m núna þegar þetta er ritað.“
Eldgosið hófst í gær klukkan 20:23 og náðist á rýma Bláa lónið og Grindavík nokkuð auðveldlega að sögn yfirvalda. Eldgosið er staðsett á milli Hagafells og Stóra-Skógfells.