- Auglýsing -
Myndlistarmaðurinn Hreinn Friðfinnsson er látinn, 81 árs að aldri.
Hreinn fæddist í Dalasýslu árið 1943, og fluttist til bjó í Amsterdam 1971 þar sem hann var bústettur.
„Í tilkynningu frá i8 gallerí er Hreins minnst og honum þakkað fyrir samstarf sem varði í næstum 30 ár,“ greindi Morgunblaðið frá.
Þá segir jafnframt að verkum Hreins hafi verið lýst sem lýrískri konseptlist sem snerti á tíma, umhverfi, frásögn, minni og skynjun.
„Vægi Hreins í listheiminum og áhrif hans á okkur í i8 eru ómælanleg. Hans verður sárt saknað,“ segir í tilkynningu i8 gallerís. Samstarf gallerísins og Hreins hófst árið 1995 þegar hann opnaði sýningu í galleríinu og var upphafið að tæplega 30 ára samstarfi.