Laugardagur 16. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Hringdi dyrabjöllum í Hlíðunum um hánótt: „Þóttist fyrst vera að koma með sendingu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar í Hlíðunum í Reykjavík urðu fyrir óþægilegri uppákomu aðfararnótt laugardagsins er maður hóf að ganga á milli húsa og hringja dyrabjöllum.

Í hverfasíðu fyrir íbúa Hlíðanna, á Facebook, birti kona nokkur eftirfarandi færslu:

„Við hér í Blönduhlíð lentum í síður skemmtilegri uppákomu í nótt þegar maður hringdi dyrabjöllunni að ganga þrjú og þóttist fyrst vera að koma með sendingu en hóf svo að segja alls kyns hluti sem ég vil síður endurtaka hér.

Lentu fleiri í þessu? Er að velta fyrir mér hvort hann hafi einungis sigtað okkar hús út eða hvað..“

Og ekki stóð á svörum frá íbúum sem lent höfðu í sama manni.

Karlmaður svaraði færslunni og sagði að sami maður hefði hringt bjöllunni hjá honum um hánótt:

„Dinglaði hjá okkur á Miklubraut kl 03:34…. Ég sá í myndavélinni að hann var með eitthvað sem líktist pakka“

- Auglýsing -

Annar karlmaður sagði að maðurinn hefði „hamast“ á dyrabjöllunni hjá honum á Miklubraut á svipðum tíma og hann sagt honum að hypja sig.

„Ég var með einn sem hamaðist á bjöllunni hjá mér hér í Miklubraut frá c.a. 02:30-03:30 og sagðist vera í leit að vini sínum. Ég talaði við viðkomandi og sagði honum að voga sér ekki að koma nálægt þessu húsi aftur, hann hvarf eftir það“

Kona nokkur kannaðist einnig við þessa óþægilegu bjölluhringingar.

- Auglýsing -

„Ætli það sé ekki sami maðurinn og kom við hjá okkur í nótt. Erum í Drápuhlíð. Mjög óþægilegt.“

Fleiri tóku undir en ekki kom fram hvort lögreglan hefði verið kölluð til en einn íbúinn sagðist ætla að heyra í henni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -