Lögreglu barst tilkynning um innbrot í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á vettvang sáust greinilegar skemmdir á hurðakarmi og þurfti að kalla til húsasmið til þess að loka hurðinni. Ölvaður aðili var gangandi vegfarendum til ama og þurfti því að kalla til lögreglu. Maðurinn sagði lögreglu að hann ætlaði að koma sér heim í háttinn en samkvæmt dagbók lögreglu var maðurinn orðinn pollrólegur.
Rétt eftir miðnætti voru kvikmyndatökumenn við tökur í Hafnarfjarðarhöfn þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina. Kvikmyndatökumennirnir reyndu allt sem þeir gátu til þess að fjarlægja gínuna án árangurs. Þeir óskuðu því eftir aðstoð lögreglu en þurfti að lokum að kalla til slökkviliðið sem fjarlægði gínuna úr sjónum. Í Kópavogi var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Við nánari öryggisleit fundust fíkniefni í fórum mannsins.